Eftir að hafa eytt um 60 milljón Bandaríkjadölum í myndina og frumsýnt hana fyrir aðeins þremur dögum síðan, þá virðist sem Netflix netvídeóleigan bandaríska vilji helst láta sem nýja Adam Sandler myndin þeirra, The Ridiculous 6, hafi aldrei verið gerð!
Í frétt The Independent segir að svo virðist sem myndin hafi verið gerð í flýti og bjóði upp á þriðja flokks tæknibrellur, og leikarana Terry Crews, Taylor Lautner og Luke Wilson m.a og brandara um asnaskít, að mestu.
En sjón er sögu ríkari, kíktu á stikluna hér fyrir neðan:
Eins og blaðamaður The Independent bendir á þá er myndin ekki lengur sjáanleg á Netflix, sem er skrýtið því Netflix reyni yfirleitt að ýta sínu eigin efni að áskrifendum eins mikið og hægt er.
Dómar notenda á síðunni eru harðir: „Svo virðist sem þeir hafi gleymt að setja brandara í hana,“ segir einn. „Og leik. Og söguþráð. Og allt annað í rauninni.“
Sandler er með samning við Netflix um að gera þrjár myndir til viðbótar, og vonandi gengur betur næst!