Sandler-grínmynd breytir um nafn

Eins og alltaf er nóg að gera hjá Adam Sandler, og bráðum getum við átt von á tveimur glænýjum myndum frá stórstjörnunni: gamanmyndinni Jack & Jill, þar sem hann leikur einnig kvenmann (!) og svo I Hate You, Dad, þar sem hann leikur á móti Lonely Island-grínaranum Andy Samberg. Eitthvað eru framleiðendur samt ósáttir með þennan titil og því hefur honum verið breytt úr I Hate You Dad yfir í Donny’s Boy (sem er ekki ósvipað heitinu Grandma’s Boy, sem Sandler framleiddi einnig).

Eins furðulega og það hljómar þá leikur Sandler föður Sambergs í myndinni. Í aukahlutverkum eru Leighton Meester, Susan Sarandon, James Caan, Will Forte (MacGruber sjálfur) og gamla ’80s-stjarnan Vanilla Ice.

Donny’s Boy kemur út á næsta ári en Jack & Jill kemur út í haust. Hér getið þið séð hinn margumtalaða trailer: