Sæluríkið Elysium og fyrirtækið sem smíðaði það

Þessi grein birtist fyrst í ágústhefti Mynda mánaðarins.

Heiti sæluríkisins Elysium er komið úr grískri goðafræði þar sem það var notað um ríki hinna dauðu, en þangað komust þeir sem höfðu annað hvort ættartengsl við guðina, voru hetjur í lifanda lífi eða voru guðunum þóknanlegir á annan hátt.

Elysium Matt Damon

Stofnandi hátæknifyrirtækisins Armadyne sem þróaði og smíðaði sæluríkið Elysium, Waite Sapphire, útskrifaðist úr Stanford-háskóla í tölvuvísindum árið 2013. Markmið hans með stofnun Armadyne var að þróa tölvubúnað sem gæti breytt lífi manna til hins betra, aukið lífslíkur þeirra og um leið tryggt öryggi mannkyns til framtíðar.

Árið 2020 opnaði fyrirtækið glæsilegar höfuðstöðvar sínar í Los Angeles og hafði Sapphire þá þegar vakið mikla athygli fyrir framtíðarsýn sína og þróun vélmenna. Auk þess hafði hann tryggt sér óendanlega fjármögnun ríkustu einstaklinga og ríkja heims.
Tveimur árum síðar opnaði fyrirtækið verksmiðjur í Mexíkó, Kína og Malasíu.
Árið 2024 kynnti Armadyne eina af vörum sínum, hinn byltingarkennda tölvuheila Al, sem varð fyrsti tölvuheili sögunnar sem gat skákað mannsheilanum í rökhugsun, þekkingu og viðbragði. Sapphire kynnti verkefnið sem „metnaðarfyllsta verkefni í sögu mannkyns“.
Árið 2025 sendi Armadyne vélmenni, búin hinum fullkomna Al-tölvuheila til Norður-Kóreu til að stilla þar til friðar og koma hlutunum í röð og reglu. Tveimur árum síðar höfðu Bandaríkjamenn skipt öllum öryggissveitum sínum út fyrir Al-vélmennin sem síðan tóku
yfir alla löggæslu í landinu. Önnur lönd fylgdu í kjölfarið.

elysium

Árið 2033 réð Sapphire hinn unga forritunarsnilling John Carlyle til að stýra smíði hins svokallaða SABREvarnarkerfis
sem var forsendan að smíði hins risastóra sæluríkis Elysium í geimnum. John lauk verkinu á fjórum árum og frumhönnun Elysium hófst árið 2037. Árið 2044 komu fyrstu Armadyne-lækningavélmennin á markað eftir að hafa staðist allar prófanir og kröfur sem Sapphire gerði til þeirra. Átta árum síðar, 2052, komu Med-Pod rannsóknarheilarnir á markað en
þeirra hlutverk var að finna lækningu við öllum mannlegum sjúkdómum. Árið 2060 kynnti Armadyne síðan nýja gerð sjálfvirks orkukerfis sem notaði úraníum og sólgeisla sem
eldsneytisgjafa. Árið 2076 voru milljónir vélmenna að störfum í geimnum við byggingu Elysium-sæluríkisins sem gekk vel. Hrun hefðbundinna stjórnarhátta í löndum jarðar
leiddi til þess að stjórnunarkerfið CCB var orðið mjög ráðandi árið 2091, en það var þróað af Armadyne undir stjórn Johns Carlyle.

els

Árið 2093 fann Med-Pod loks endanlega lækningu á
öllum tegundum krabbameins. Þar með hafði nánast öllum mannlegum sjúkdómum verið útrýmt og til var orðin örugg lækning við þeim sem eftir voru. Árið 2096 var CCB orðið öflugasta stjórnvald á jörðu og eigandi flestra Al-vélmenna. Árið 2097 hófust flutningar á fyrstu mönnunum til Elysium undir stjórn CCB. Árið 2098 fæddist síðan fyrsta barnið í Elysium. Árið 2102 kynnti Armadyne tækni til að flytja efni milli staða á rafrænan hátt. Árið 2117 var Elysium orðið öflugasta og öruggasta samfélag í heimi sem síðan
hefur haldið áfram að vaxa og dafna. Árið 2154 var síðasta sjúkdóminum eytt endanlega.
Á Elysium eru lífslíkur fólks þrisvar sinnum meiri en þeirra sem enn búa á jörðu. Enginn íbúanna þjáist af kvillum eða sjúkdómum heldur eru þvert á móti við þá bestu heilsu sem hugsast getur auk þess sem öryggi þeirra er tryggt. Má því segja að framtíðarsýn Waites
Sapphire hafi ræst í allri sinni mynd.

Allar nánari upplýsingar um Elysium og Armadyne er að finna á vefsíðunni   Armadyne.com.