Russell Crowe ( Gladiator ) er að vinna í því að gera gömlu sjónvarpsþættina um Hogans Heroes að kvikmynd, í samkrulli við ofurframleiðandann Brian Grazer. Crowe myndi framleiða myndina, ásamt því að leika aðalhlutverkið, en þættirnir vörpuðu kómísku ljósi á líf stríðsfanga í fangabúðum nasista (hvernig sem það var nú hægt), en myndin yrði þó með mun alvarlegri undirtón (enda varla annað hægt).

