Röntgen sem sýnir brotinn háls Stallone

Eins og sagt var frá hér á síðunni í fyrradag þá var hart tekist á í bardagaatriðum myndarinnar The Expandables, sem kvikmyndir.is ætlar að forsýna á miðnætti á laugardaginn í Laugarásbíói. Í viðtalinu í fréttinni talar Stallone um að hann þurfi margar aðgerðir á öxl eftir átökin í myndinni, og hálsinn er líka í skralli eftir átökin við fjölbragðaglímukappann Steve Austin, en sú viðureign endaði með því að járnkarlinn Stallone hálspbrotnaði. Þessi saga er engar ýkur og hér að neðan má sjá röntgen mynd af hálsi Stallone þar sem búið er að víra brotið saman og setja stálplötu í hálsinn.

Myndina birti Stallone sjálfur á heimasíðu sinni til að sanna að hann væri ekki að ýkja.