Ronan í 3. heimsstyrjöldinni – Ný stikla

Fyrsta stiklan er komin fyrir nýjustu mynd leikstjórans Kevin MacDonald, sem gerði síðast myndina The Last King of Scotland með Forrest Whitaker í hluverki einræðisherrans Idi Amin. Nýja myndin heitir How I Live Now og er með hinni Óskarstilnefndu leikkonu Saoirse Ronan í aðalhlutverkinu; hlutverki stúlku sem þarf að berjast fyrir lífi sínu eftir að þriðja heimsstyrjöldin brestur á.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Meg Rosoff og gerist í Bretlandi í nálægri framtíð þegar þjóðin er lent í stríði. Ronan leikur Daisy, bandaríska táningsstúlku sem fer til Bretlands til að búa með frænku sinni og frændfólki uppi í sveit. Þegar frænka hennar er föst í Noregi og ónefndur her ræðst inn í England, þá verða Daisy og frændsystkini hennar að bjarga sér án fullorðna fólksins í útópískri framtíðarsýn.

saoirse ronan

En þegar hermenn koma á bóndabæinn og skipta upp unglingahópnum, þá verður Daisy vitni að hryllingi hersetunnar, á sama tíma og hún reynir að ná fjölskyldunni saman á ný.

Ronan lék nýverið í myndinni The Host eftir Andrew Niccol og sést bráðum í myndinni The Grand Budapest Hotel, ásamt því sem hún leikur í fyrstu mynd Ryan Gosling sem leikstjóra, How to Catch a Monster.

How I Live Now verður frumsýnd 3. október nk.