Rómantísk gamanmynd með Bullock og Grant

Sandra Bullock ( Miss Congeniality ) og Hugh Grant ( Mickey Blue Eyes ) eru að fara að leika saman í rómantískri gamanmynd. Handritið, sem skrifað er af Marc Lawrence en hann skrifaði handritin að bæði Miss Congeniality og Mickey Blue Eyes, fjallar um taugaveiklaðan lögmann (Bullock) sem fellur fyrir yfirmanni sínum (Grant). Myndin ber enn ekki nafn, og enginn leikstjóri hefur enn verið ráðinn. Þó eiga tökur á myndinni að hefjast nú í Febrúar, og á hún að verða frumsýnd jólin 2002.