Risavélmenni stikar um strætin – Nýtt Plakat úr Pacific Rim

Eins og við höfum sagt frá áður hér á síðunni þá er von á nýjum vísindatrylli í sumar frá leikstjóranum Guillermo del Toro þar sem risavaxin vélmenni berjast við enn stærri skrímsli utan úr geimnum. Myndin heitir Pacific Rim og verður frumsýnd í júlí.

Komið er út nýtt plakat fyrir myndina þar sem má sjá hetjuvélmennið Gypsy Danger stika um stræti stórborgar í leit að skrímslum til að drepa.

Í Pacific Rim er mannkynið í útrýmingarhættu eftir að risastórar verur, sem ganga undir nafninu Kaiju, birtast úr undirdjúpunum, eftir að hafa komið til jarðar í gegnum hlið inn í aðra vídd. Þessi skrímsli sitja um stórborgir jarðar og rústa byggingum og vilja gereyða mannkyninu.

Nokkur ríki snúast til varnar og ákveða að byggja í sameiningu risastór vélmenni sem kölluð eru Jaegers, sem stjórnað er af fólki sem hefur tengt heila sinn við vélmennin.

Í fyrstu virðist sem áætlunin sé að ganga upp… en síðan fer allt á ógæfuhliðina. Eina von mannkyns er afdankaður flugmaður, leikinn af Charlie Hunnam, og nýliði, sem leikinn er af Rinko Kikuchi, en þeir þurfa að koma gömlum Jaeger í gang sem kallaður er Gypsy Danger. Nú veltur framtíð mannkyns á þeim tveimur.

Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan:

Pacific Rim kemur í bíó á Íslandi 17. júlí nk.