Risaeðlur og litlar raddir á toppnum

Vinsælasta myndin í bíó á Íslandi er Jurassic World, aðra vikuna í röð, samkvæmt vikulegri samantekt FRISK um aðsókn í íslensk bíóhús.

jurassic

Jurassic World er á miklu flugi um allan heim og var einnig aðra vikuna í röð á toppi bandaríska listans.

Í öðru sæti er önnur geysivinsæl mynd, en það er Pixar teiknimyndin Inside Out , um litlu raddirnar í höfðinu á þér. Þó að hún hafi þurft að lúta í gras fyrir risaeðlunum í Júragarðinum þá var frumsýningarhelgi Inside Out í Bandaríkjunum sú stærsta í sögu Pixar fyrir mynd sem er gerð af Pixar frá a-ö, og önnur tekjuhæsta Pixarmyndin á frumsýningarhelgi á eftir Toy Story 3, sem þénaði 110,3 milljónir Bandaríkjadala á frumsýningarhelgi sinni, en tekjur Inside Out í Bandaríkjunum þessa helgina námu 91,1 milljón dala, sem er frábær árangur.

Hér heima á Íslandi voru tekjur af sýningu myndarinnar þessa frumsýningarhelgi rúmar 3,3 milljónir íslenskra króna.

Þriðja vinsælasta myndin er grínmyndin Spy og í fjórða sæti er ný mynd, hin þrælskemmtilega Entourage. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoff