Hin gullfallega Christina Ricci mun leika aðalhlutverkið í kvikmynd Wes Craven sem heitir Cursed. Handritið er skrifað af Kevin Williamson, en hann skrifaði einmitt handritið að mynd Craven, Scream. Ásamt Ricci, munu hetjurnar Corey Feldman og Scott Baio fara með hlutverk, ásamt Omar Epps og James Brolin. Myndinni er ætlað að endurvekja varúlfageirann, líkt og Scream gerði fyrir grímuklædda morðingja á sínum tíma, og það er enginn annar en förðunarsnillingurinn Rick Baker sem mun sjá um varúlfabrellurnar fyrir myndina. Tökur hefjast á myndinni í sumar í Los Angeles.

