Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í bílabíó á Ásbrú á morgun, laugardaginn 5. september.
Um er að ræða fjórar sýningar, sem verða á bílaplani við Hæfingarstöðina, Keilisbraut 755. Sýningarnar verða á hágæða 16 m² LED skjá í samstarfi við Sonik og verður hljóðinu streymt í útvarpið í bílnum.
Í boði verða kvikmyndirnar Lói: Þú flýgur aldrei einn (kl. 13:00), Jumanji: The Next Level (18:00), Grease (20:00) og Birds of Prey (22:00).
Fólk er hvatt til að mæta tímanlega þar sem raða þarf bílum upp undir stjórn Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Sérstök athygli er vakin á að stærri bílar þurfa að vera aftastir á stæðinu til að skyggja ekki á útsýni og er fólk beðið að virða fyrirmæli gæsluaðila.
Nánari upplýsingar um bílabíóið eru að finna hér.