Fyrir löngu síðan setti Henry Birgir, einn rosalegasti Rambo aðdáandi sem undirritaður hefur séð, á bloggið sitt „Rambo death chart“ sem að vakti athygli mína, og nokkru eftir það sá ég það aftur á huga. Því ákveð ég að deila því með ykkur.
Það er algert möst að lesa þetta fyrir áður en haldið er á myndina (ég hvet til POWER-sýningu kl.10 í Laugarásbíó) því þetta er ein rosalegasta testosterónmynd sem hefur komið á Ísland í langan tíma.
Dauðaspjaldið gengur út á það að sýna tölfræði úr þessum 4 yndislegu myndum sem Rambo spilar aðalhlutverkið í (ekki teiknimyndirnar þó) og sýnir t.d. hversu marga Rambo drepur Í skyrtu og ÁN skyrtu, hversu margir „góðir“ gaurar drepa „vonda gaura“, og heildarfjölda manneskja sem eru drepnir í myndinni. Einnig sýnir það tímann sem fyrsta manneskjan er drepin og fjölda kynlífsatriða. Þetta sýnir svart á hvítu að Rambo hreinlega ber af!

