Óskarstilnefndi leikarinn Sylvester Stallone mun EKKI láta ISIS samtökin, eða Ríki Íslams, finna til tevatnsins í næstu Rambo mynd, sem jafnframt verður hans síðasta, eins og daily mail hélt fram í gær.
Um er að ræða fimmtu Rambo myndina sem er um fyrrum Víetnam hermanninn John Rambo, sem nú tekst á við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi í mið-austurlöndum.
Stallone, sem nú situr við handritaskrif ásamt því að búa sig undir hlutverk Rambo, segir að framleiðsluteymi sé nú þegar byrjað að leita að tökustöðum á yfirráðasvæði ISIS í Sýrlandi og í Írak.
Stallone, sem nú er 68 ára gamall , sagði frá þessu á Comic-con ráðstefnunni í San Diego sem lauk um síðustu helgi.
„Við erum með hópa á svæðum í Írak og í Sýrlandi þar sem ISIS eru við völd. Við vinnum með heimamönnum til að búa til allra raunverulegustu Rambo upplifunina til þessa.
Vinnuheiti myndarinnar er Rambo: Last Blood.