PTA með BN2?

Leikstjórinn frábæri Paul Thomas Anderson er nú að skoða þann möguleika að gera framhald af einstakri kvikmynd sinni Boogie Nights. Myndi hún eingöngu fjalla um Amber og Rollergirl en Dirk Diggler yrði fjarri öllu gamni. Myndin myndi gerast á 9. áratugnum og fjalla um hvernig Amber (leikin af Julianne Moore) gengur illa að fóta sig á meðan Rollergirl (leikin af Heather Graham) verður frægasta klámstjarna í heimi. Ekki er víst hvort af þessu verður, en gaman væri ef satt væri.