Pride and Prejudice and Zombies nælir í leikstjóra

Lionsgate hefur nú staðfest að myndinni Pride and Prejudice and Zombies verður leikstýrt af Craig Gillespie. Myndin hefur verið mjög eftirsótt af hinum ýmsu leikstjórum undafarna mánuði, en hún er byggð á samnefndri bók. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða hina sígildu Pride and Prejudice eftir Jane Austen, með handfylli af uppvakningum bætt við upp á gamanið.

Gillespie gat sér gott nafn með myndinni Lars and the Real Girl árið 2007, en hefur síðan þá leikstýrt Mr. Woodcock og nokkrum þáttum af sjónvarpsseríunni The United States of Tara.