Þó að enn sé ekki búið að frumsýna Planet of the Apes 2, Dawn of the Planet of the Apes, er 20th Century Fox nú þegar búið að ráða leikstjóra til að leikstýra þriðju myndinni í seríunni.
Sá sem varð fyrir valinu er Matt Reeves leikstjóri Dawn of the Planet of the Apes.
Myndin hefur ekki enn fengið nafn og handritshöfundar hafa heldur ekki verið ráðnir.
Kvikmyndaverið leggur nú mikla áherslu á þessa seríu eftir að fyrsta myndin sló óvænt í gegn árið 2011, og þénaði 482 milljónir Bandaríkjadala um allan heim í bíó, auk þess sem myndin fékk góðar viðtökur hjá gagnrýnendum.
Dawn of the Planet of the Apes kemur í bíó í Bandaríkjunum 11. júlí nk. Helstu leikarar eru James Franco, Jason Clarke, Andy Serkis og Gary Oldman.