Plakat fyrir Autopsy

Það er komið plakat fyrir myndina Autopsy, sem hefur vakið eftirtekt hjá hryllingsmyndaaðdáendum vestanhafs. Adam Gierasch er að leikstýra hér sinni fyrstu mynd einn, en hann hefur komið að gerð B-hryllingsmynda eins og The Toolbox Murders og Mother of all Tears sem er nýlega komin út í Bandaríkjunum.

Hryllingsmyndaleikstjórinn er á ansi hraðri uppleið, en Autopsy er stærri en hans fyrri verk og er framleidd af sömu aðilum og framleiddu Final Destination myndirnar þrjár.

Plakatið er helvíti töff og gefur það í skyn að það sé ansi ,,góður“ B-myndasplatter framundan. Þið getið gleymt því að sjá þessa mynd í bíó, en hún kemur beint á DVD vestanhafs og er hægt að kaupa t.d. Amazon þegar hún kemur út eða að hún gluggi upp á betri videoleigum.

Plakatið er hér fyrir neðan, klikkið á það fyrir enn betri upplausn.