Pirates gerir meira en gott á klakanum!

Pirates of the Caribbean: Dead Man’s Chest hefur slegið heldur betur í gegn hér á Íslandi, rétt eins og annarsstaðar í heiminum.
Christof Wehmeier, Markaðsstjóri hjá SAMFILM, segir að myndin hafi heldur betur slegið met á miðvikudeginum sem hún var frumsýnd en hér er um að ræða bestu aðsókn á virkum degi en rétt innan við 5000 manns sóttu myndina á frumsýningardegi. Myndin er þegar að nálgast 10.000 manns á aðeins 2 dögum (virkum dögum), miðvikudaginn/fimmtudaginn. Miklar líkur eru á því að myndin verði komin yfir 20.000 manns eftir helgi og er það einstakur árangur. Þess má geta að Stóri salur Háskólabíós var stútfullur á miðvikudagskvöldinu en salurinn tekur 980 manns í sæti. Auk þess var uppselt á hartnær allar sýningar í Sambíóunum Kringlunni en þar er myndin sýnd í stafrænum gæðum.
Myndin hefur þar að auki fengið einvala dóma og hefur verið uppselt á allar kvöldsýningar frá því að hún var frumsýnd á miðvikudaginn var.