Þrátt fyrir að Rouge, persóna Anna Paquin, hafi verið meira og minna klippt út úr X-Men: Days of Future Past þá er hún ekkert í fýlu vegna þess.
„Það skiptir ekki máli. Ég held að annað fólk hafi hneykslast meira en ég út af þessu,“ sagði Paquin við IGN.
„Ég vil ekki vera hluti af söguþráði sem virkar ekki. Ekki ráða Bryan Singer og gagnrýna hann svo fyrir að taka skapandi ákvarðanir í klippiherberginu sem gera myndina góða eða slæma. Þess vegna er einhver eins og hann ráðinn,“ sagði hún.
Leikkonan er spennt fyrir því að leika í fleiri X-Men-myndum þrátt fyrir að hafa lítið komið við sögu í þeirri síðustu. „Ég hef skemmt mér vel við allar þær myndir sem ég verið hluti af. Allt fólkið þarna er mér mjög kært.“