Pandora rís í Flórída

avatarFyrir tveimur árum síðan tilkynnti Disney fyrirtækið bandaríska að það hefði tekið höndum saman með leikstjóranum James Cameron um að gera skemmtigarð inni í Disney skemmtigarðinum Animal Kingdom í Flórída upp úr metsölumyndinni Avatar, og leyfa þar með fólki að upplifa undraveröldina sem það fékk að kynnast í myndinni, í návígi.

Fleiri og fleiri myndir eru nú farnar að birtast af undirbúningi garðsins og voru meðfylgjandi myndir birtar í tengslum við stóra sýningu Disney í Japan á dögunum, D23 Expo.

Avatar_8

Eins og sést á myndinni hér fyrir ofan er m.a. gert ráð fyrir að fólk ferðist um á einhversskonar bátum inni í Avatar veröldinni á plánetunni Pandora, að nóttu til að því er virðist. Eins getur fólk rölt um og væntanlega hitt einhverjar persónur úr myndinni. Athugið að þetta er aðeins tvær af nokkrum skemmtiferðum sem verða í boði innan Avatar garðsins.

1Avatar_1 cameron avatar

Áætlað er að skemmtigarðurinn verði tilbúinn árið 2017, en þá verður væntanlega þegar búið að frumsýna amk. eina af þremur framhaldsmyndum Avatar sem eru í undirbúningi.

Smelltu hér á bloggsíðu Disney skemmtigarðanna til að kynna þér þetta nánar.