Óskarsverðlaunahátíðin

Þá er komið að því. Óskarinn verður afhentur á morgun! Hátíðin hefst stundvíslega klukkan 17:30 að staðartíma, en bein útsending verður á Stöð 2 klukkan 01:00. Útsendingunni lýkur síðan klukkan 04:30. Það er um að gera að hóa vinunum saman og taka ‘all nighter’ á þetta. Kvikmyndaunnandinn Þórarinn Þórarinsson mun verða með beina lýsingu á því sem gerist á skjánum í gegnum vefsíðuna vísir.is. Það er um að gera að lækka í lýsendum Stöðvar 2 og hlusta á Þórarin til þess að breyta til!

Þeir sem ég held mest uppá í stærstu flokkunum eru eftirfarandi:

Besta kvikmynd: Brokeback Mountain
Besti leikari í aðalhlutverki:Philip Seymour Hoffman
Besta leikkona í aðalhlutverki:Felicity Huffman
Besti leikari í aukahlutverki:Paul Giamatti
Besta leikkona í aukahlutverki:Rachel Weisz
Besti leikstjóri:Steven Spielberg

Við hér hjá kvikmyndir.is vildum bara vekja athygli á þessu og bjóða góða skemmtun!