Öllum landsmönnum er boðið að vera við opnun Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík (Reykjavík European Film Festival / REFF) í Bíó Paradís í kvöld.
Hátíðin hefst klukkan 19:00 með lifandi tónlist og veitingum en klukkan 20:00 verða sýndar fjórar myndir í öllum fjórum sölum bíósins og er ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Myndirnar sem sýndar verða eru Alpeis eftir Giorgos Lanthimos (Grikkland), The Kid with a Bike eftir Dardenne bræður (Belgía), The Deep Blue Sea eftir Terence Davies (Bretland) og Les Seigneurs eftir Olivier Dahan (Frakkland).
Sjáið stikluna fyrir Les Seigneurs hér að neðan:
REFF mun standa yfir dagana 16.-25. nóvember. Í tilkynningu frá Bíó Paradís segir að á hátíðinni verði boðið upp á úrval evrópskra kvikmynda sem hlotið hafa lof gagnrýnenda og alþjóðlegar viðurkenningar síðustu misserin. „Almennt miðaverð á hátíðinni er 500 kr. en einnig er hægt að kaupa fimm mynda klippikort fyrir aðeins 2.000 kr.“
Smellið hér til að lesa frétt kvikmyndir.is um hátíðina.