Aðra vikuna í röð flýgur kvikmyndin Top Gun: Maverick hæst á íslenska bíóaðsóknarlistanum, en í myndinni sjáum við Pete „Maverick“ Mithcell, í túlkun Tom Cruise, takast á hendur það verkefni að þjálfa bestu orrustuflugmenn í heimi fyrir nær ofurmannlegt verkefni, eyðileggingu hernaðarlega mikilvægrar byggingar í óvinalandi.
Nær átta milljónir skiluðu sér í kassann yfir helgina en samtals eru tekjur af myndinni hér á landi komnar upp í 25 milljónir króna.
Doctor Strange in the Multiverse of Madness er áfram vinsæl, þó hún sé ekki jafn vinsæl og Top Gun. Sýningar hafa staðið yfir í fimm vikur og heildartekjur allan þann tíma nema fimmtíu milljónum. Nú situr hún í öðru sæti aðsóknarlistans.
Eina myndin sem kom ný í bíó um síðustu helgi, I Am Zlatan, um líf og feril fótboltamannsins sænska Zlatans Ibrahimovic, fór rakleitt í áttunda sæti aðsóknarlistans en 164 mættu í bíó til að berja myndina augum.
Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: