Ofur Búdda opnar taívanska kvikmyndahátíð

Fyrsta taívanska kvikmyndahátíðin sem fram fer hér á landi mun hefjast þann 8. mars nk. og standa til 24. mars.

Í tilkynningu frá skipuleggjendum, FilmTaiwan, segir að hátíðin verði haldin fyrst á Íslandi og svo strax í kjölfarið í Bretlandi og muni birta kvikmyndagestum langa og „ofsafengna“ sögu landsins, og margbreytilega menningu, allt séð í gegnum linsu sjálfstæðra taívanskra kvikmyndagerðarmanna.

Málefnin sem tekið er á í kvikmyndunum eru mörg hver innlend taívönsk málefni, en mál er tengjast almennri umræðu í heiminum, eins og réttindum LGBTQ fólks, landaréttindum, umhverfismálum og pólitík, eru einnig á meðal umfjöllunarefna.

„Sem eina kínversk mælandi land í heiminum sem stendur vörð um málfrelsi, þá hefur Taiwan magnaða rödd til að segja sögur sem aðrir geta ekki sagt,“ segir í tilkynningu frá FilmTaiwan.

Opnunarmynd hátíðarinnar er The Great Buddha, eða Ofur Búdda, en hún verður jafnframt hluti af StockFish kvikmyndahátíðinni. Aðrar kvikmyndir á hátíðinni verða sýndar í Bíó paradís og Iðnó.

„Það að koma með Taiwan kvikmyndahátíðina til Íslands og Bretlands hentaði fullkomlega vegna mikillar sagnahefðar í báðum löndum og sterkrar hefðar fyrir sjálfstæðri kvikmyndagerð.“

Helmingur myndanna á hátíðinni er gerður af kvenkyns leikstjórum.

Nokkrir leikstjórar munu verða viðstaddir hátíðina, og svara spurningum áhorfenda m.a.

Allar nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér eða hér á vefsíðu hátíðarinnar