Breski leikarinn Daniel Radcliffe sagði nýverið frá því í viðtali við tímaritið Daily Mail að hann ætti erfitt með að horfa á sjálfan sig í Harry Potter-myndunum vegna þess að hann er einfaldlega ekki hrifinn af eigin frammistöðu.
„Seríunar voru mikil blessun á feril minn. Ég get samt ekki með neinu móti verið stoltur af frammistöðu minni. Á meðan aðrir leikarar gera mistök á æfingum eða í leiklistarskólum þá eru öll mín mistök í þessum myndum, sem allir geta séð.“ sagði Radcliffe.
Þegar Radcliffe var svo spurður hvaða mistök það væru þá nefndi hann sérstaklega Harry Potter-myndina The Half Blood Prince frá árinu 2009 og að frammistaða hans hafi væri flöt í þeirri mynd. Leikarinn sagðist vera ánægðastur með leik sinn í Order of the Pheonix og að sú mynd hafi heppnast vel að hans mati.
Radcliffe birtist næst í hryllingsmyndinni Horns sem verður frumsýnd vestanhafs þann 13. nóvember næstkomandi. Radcliffe leikur þar ungan mann sem er grunaður um að hafa nauðgað og myrt unnustu sína, glæp sem hann framdi ekki. Hornin sem byrja að spretta upp úr enni hans, bæta gráu ofan á svart, en þó fylgir þeim sá hæfileiki að Perrish getur nú dregið játningar upp úr ókunnugu fólki, sem er hæfileiki sem mun hjálpa honum að finna hinn raunverulega morðingja unnustunnar.