Nýtt plakat af Maguire í hlutverki Fisher

Wg0SKEHTobey Maguire fer með hlutverk Bobbys Fischers í nýrri kvikmynd um skáksnillinginn. Myndin nefnist Pawn Sacrifice og fjallar um skákeinvígi Fischers og Boris Spasskys í Reykjavík.

Nýverið var opinberað nýtt plakat fyrir myndina og má sjá það hér til vinstri.

Handritshöfundurinn Steven Knight, sem m.a. hefur skrifað handrit að Eastern Promises og The Lost Symbol skrifaði myndina. Edward Zwick, sem leikstýrt hefur myndum á borð við Blood Diamond og The Last Samurai stýrir myndinni.

Fischer vakti snemma athygli í skákheiminum en hann varð stórmeistari aðeins 15 ára gamall. Hann hlaut alþjóðafrægð aðeins 29 ára að aldri þegar hann lagði þáverandi heimsmeistara að velli í einvígi þeirra í Reykjavík.

Myndin verður frumsýnd vestanhafs þann 18. september næstkomandi.