Nýtt í bíó! Hitman: Agent 47

Spennumyndin Hitman:Agent 47 verður frumsýnd á morgun, miðvikudaginn 19. ágúst,  í Smárabíói, Háskólabíói, Egilshöll og Borgarbíói Akureyri.

gallery-hitman3

Hitman: Agent 47 byggir á vinsælum tölvuleik. Myndin hverfist um leigumorðingja sem var erfðafræðilega samsettur til að vera hin fullkomna drápsvél og þekkist einungis af síðustu tveimur tölustöfunum í strikamerkinu aftan á hálsinum á honum.

Hann er afsprengi áratuga af rannsóknum og fjörtíu og sex fyrirrennara sinna – sem veitir honum óviðjafnanlegan styrk, hraða, úthald og greind. Nýjasta skotmark hans er stórfyrirtæki sem áformar að leysa úr læðingi fortíð Fulltrúa 47 til að skapa her drápsklóna sem eru jafn öflugir og hann sjálfur.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Leikstjóri: Aleksander Bach
Aðalhlutverk: Rupert Friend, Hannah Ware og Zachary Quinto

Áhugaverðir punktar til gamans: 

– Kvikmyndatökumaður myndarinnar er Óttar Guðnason sem á m.a. að baki myndirnar Inhale, The Numbers Station og A Little Trip to Heaven, en fyrir þá síðastnefndu hlaut hann Edduverðlaunin árið 2006. Þess utan hefur Óttar gert fjölmörg myndbönd o.fl., t.d. auglýsingar fyrir heimsfræg fyrirtæki á borð við Mercedes, Audi, BMW, Mitsubishi, Nestlé og Gillette.

– Handritshöfundar Hitman: Agent 47 eru þeir Skip Wood, sem skrifaði einnig fyrri myndina og á þess utan að baki handrit þekktra mynda eins og Swordfish, X-Men Origins: Wolverine og The A-Team, og Michael Finch, sem skrifaði m.a. Predators og The November Man.

– Hitman: Agent 47 er fyrsta bíómynd þýsk-pólska leikstjórans Aleksanders Bach, en hann hefur á undanförnum árum gert mörg tónlistarmyndbönd, heimildarmyndir og auglýsingar og er margverðlaunaður fyrir verk sín.