Nýtt í bíó – Flatliners

Spennumyndin Flatliners verður frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Í tilkynningu frá Senu segir að hér sé á ferðinni þrælgóður spennutryllir sem fær hárin til að rísa!

Eftir að hafa valdið bílslysi sem varð systur hennar að bana verður Courtney gagntekin af hugmyndinni um dauðann. Hún er ungur útsjónasamur læknanemi í starfsnámi á sjúkrahúsi og fær fjóra aðra nema í lið með sér til þess að gera áhættusamar tilraunir með dauðann. Rannsóknir þeirra ganga út á að eitt þeirra upplifi dauðann í örskamma stund með því að framkalla hjartastopp en verði svo endurlífguð af hinum í hópnum áður en lífið fjarar endanlega út – og þannig skiptast þau á. Í fyrstu virðast rannsóknirnar ganga betur en nokkurn hefði grunað. Fljótlega fara þó undarleg áföll úr fortíðinni að hafa veruleg áhrif á tilraunirnar og mörkin milli þess raunverulega og óraunverulega verða sífellt óskýrari.

Leikstjórn: Niels Arden Oplev
Leikarar: Kiersey Clemons, Ellen Page, Nina Dobrev

Áhugaverðir punktar til gamans: 

-Flatliners er byggð á samnefndri mynd frá árinu 1990, en hún skartaði í aðalhlutverkum nokkrum af vinsælustu nýstirnum þess tíma, þ.e. Juliu Roberts, Kiefer Sutherland, Kevin Bacon, Oliver Platt og William Baldwin. Myndin er samt ekki bein endurgerð heldur má segja að læknanemarnir í þessari mynd fái einfaldlega sömu hugmynd og kollegar þeirra gerðu í fyrri myndinni.

-Þess má geta að Kiefer Sutherland leikur hér sömu persónu og hann lék í 1990-myndinni, Nelson Wright.

-Myndinni er leikstýrt af Niels Arden Oplev sem gerði m.a. myndina Män som hatar kvinnor árið 2009 og handritið er skrifað af Ben Ripley sem m.a. skrifaði handritið að hinni ágætu Source Code.

Sjáðu stiklu hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan: