Nýtt hjá Titanic stráknum

Leonardo DiCaprio mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bombshell, sem byggð er á skáldsögunni Bombshell: The Secret Story of America´s Unknown Atomic Spy Conspiracy eftir Joseph Albright og Marcia Kunstel. Í myndinni leikur hann Theodore Hall, yngsta meðlim þess teymis er þróaði fyrstu kjarnorkusprengjuna. Hann óttaðist einokun Bandaríkjamanna á kjarnorkunni, og lak því mikilvægum upplýsingum um gerð sprengjunnar til Sovétmanna, og kom þar með hugsanlega kalda stríðinu af stað. Myndinni verður leikstýrt af Lasse Hallström, en þeir hafa áður gert saman myndina What’s Eating Gilbert Grape.