Nýtt hjá Linklater

Leikstjórinn knái Richard Linklater ( Waking Life ) er með nýja mynd í undirbúningi sem gerist í menntaskóla í Texas á miðjum áttunda áratugnum. Hún fjallar um ungan nýnema sem mætir í skólann í þeim tilgangi að komast inn í hafnaboltalið skólans. Myndin, sem enn hefur ekki hlotið nafn, verður bæði skrifuð, leikstýrt og framleidd af Linklater og tökur eiga að hefjast snemma árs 2004. Engir leikarar hafa verið ræddir að svo stöddu.