Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Waking Life 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi
99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 84
/100

Saga um dreng sem dreymir að hann geti svifið, og ef hann haldi sér ekki í, þá muni hann hverfa upp í himingeiminn. Þegar hann er orðinn fullorðinn þá endurtekur þetta sig. Í kjölfarið á undarlegu slysi, þá gengur hann í gegnum nokkuð sem gæti verið draumur, hann fer inn og út úr mismunandi aðstæðum og hittir ýmsar persónur. Fólkið sem hann hittir... Lesa meira

Saga um dreng sem dreymir að hann geti svifið, og ef hann haldi sér ekki í, þá muni hann hverfa upp í himingeiminn. Þegar hann er orðinn fullorðinn þá endurtekur þetta sig. Í kjölfarið á undarlegu slysi, þá gengur hann í gegnum nokkuð sem gæti verið draumur, hann fer inn og út úr mismunandi aðstæðum og hittir ýmsar persónur. Fólkið sem hann hittir ræðir við hann um heimspeki, vísindi og um að dreyma og vakna í sífellu, og söguhetjan áttar sig á að hann nær ekki að vakna upp úr þessu ástandi. ... minna

Aðalleikarar


Ég var svo heppinn að hafa lent á þessari mynd við algera tilviljun því annars hefði ég aldrei séð hana eða vitað nokkurn tíman að það væri til svona góð og frumleg mynd ég gef henni 5 stjörnur ef það væri hægt og mæli með allt fólk kíki á þess mynd þá sérstaklega fólk sem vill láta hugan reika og pæla í allskonar hlutum þá er þetta mynd fyrir ykkur.Þessi mynd er eitt það besta sem ég hef nokkurn tíman séð, tveir þumlar upp aðrir tveir með ristunum!(THAD IS ONE FOR THE COLECTION).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ótrúleg mynd, umræðan í myndini er snilld, hún segir á gáfulegan hátt pælingar allra í lífinu,eftirlífinu og draumaheiminum. Með merkilegri myndum sem ég hef séð, en ef þú ert að leita að góðri skemmtun þá skaltu snúa þér annað. Þessi mynd reynir á heilabúið og þarf að fylgjast vel með þegar leikaranir eru að tala. Ef þú ert gáfaður þá tekurðu þessa en hinir geta bara farið og tekið Miss Congeniality eða eitthverja klisjumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gjörningur Linklaters
Waking Life er áhugaverð kvikmynd á allan hátt, þ.e.a.s. ef það má kalla þetta kvikmynd. Því satt að segja þá finnst mér hún eiga eitthvað mun nákvæmara og sterkara nafnorð skilið til að lýsa henni. Persónulega kýs ég að kalla þetta bara hreinræktað listaverk.

Hér er fjallað um ferðalag ónefnds drengs á margskonar staði, þar sem hann hittir margt mismunandi fólk og á þátt í mörgum sérkennilegum samræðum. Kjarninn við þetta ferðalag er það að maður er aldrei of viss um hvað er draumur og hvað ekki.

Eitt sem maður er ekki vanur að segja þegar maður gagnrýnir hefðbundnar bíómyndir er það að þessi mynd er einfaldlega einungis borin uppi af þeim samræðum (ekki fyrsta sinn sem leikstjórinn Richard Linklater notfæri sér slíka frásagnaraðferð - lítið bara á Before Sunrise). Hér koma fram alls konar tilgátur varðandi ýmislegt sem tengist lífinu, tilverunni, jafnvel dauðanum ásamt fjölda öðru, og ég get bara ekki lýst tilfinningu minni þegar henni lauk. Myndin er bara svo ...sérstök... og áhugaverð að maður sogast bara inn í hana einsog maður sé sjálfur að dreyma. Ekki skemmir svo fyrir alveg stórkostlega listrænt útlit sem gerir hana jafnvel ennþá furðulegri en hún þegar er. Linklater á óhemju mikið hrós skilið fyrir þetta afrek, þar sem hún er bæði bylting gagnvart teiknimyndageiranum ásamt því að vera ein af þeim örfáu myndum sem ég hef séð frá 2002 sem ég hef svona mikið pælt í eftirá. Því hvet ég sem flesta sem hafa áhuga á einhverju nýju og óhefðbundnu að kíkja á hana. Hún skilur heilmikið eftir sig.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Loksins finn ég þessa mynd. Hef verið að bíða eftir að sjá hana í ansi langann tíma. Hún var fyrst tekin með digital myndavél og svo teiknað yfir það og út kom þessi teiknaða bíómynd. Hún fjallar um strák sem er að dreyma og í hvert sinn sem hann vaknar, þá heldur draumurinn áfram, sem sagt, hann kemst ekki út úr drauminum. Mjög merkileg pæling og hugmyndin að gera hana animated gefur henni skemtilegann óraunveruleika í hana. Kennarinn minn sagði einusinni að ef maður fer að pæla í draumum, þá fari maður sjálfkrafa að dreyma meira. Við sjáum til hvort mig dreymi í nótt, og hvort ég geti farið að hafa stjórn á honum.

Hún kemur líka með skemtilegar hugmyndir um heiminn sem við lifum í, og eru líklega fáir sem ná að fanga allar þær pælingar og hugmyndir sem eru færðar manni, með því að horfa á hana einu sinni. Mæli með þessari mynd fyrir draumara og þá sem eru að leita að sangleika í lífinu...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi nýjasta kvikmynd Richard Linklaters er svo einstaklega frumleg, reynir svo á heilabúið, er svo falleg áferðar, að hún fór að sjálfsögðu framhjá öllum nema gagnrýnendum. Waking Life er allt annað en sama gamla formúlan. Hún er kvikmynduð á stafrænar myndavélar, og teiknað ofaní eftirá. Þetta gefur myndinni draumkennda og sérstaklega lifandi áferð. Maður er sífellt að uppgötva eitthvað nýtt í því hvernig myndin er gerð. Enginn hefðbundinn söguþráður er í myndinni, heldur fjallar hún um strák einn, sem flakkar um í draumheimum og verður vitni að ýmsum heimsspekilegum samræðum á milli fólks, á í nokkrum sjálfur, og þó nokkrar eiga sér stað án þess að hann sé viðstaddur. Spurningin er síðan sú, hvern er að dreyma drauminn, og hversu mikið af þessu öllu er draumur. Samræðurnar/tilgáturnar eru misáhugaverðar, en allar nógu áhugaverðar til þess að vekja upp spurningar og samræður á milli þeirra sem á horfa. Þær sem eru áhugaverðastar opna síðan fyrir manni nýjan heim og nýja sýn á lífið. Myndin er sérstaklega heillandi og grípur mann sterkt, og þar fyrir utan hefur hún þann eiginleika að maður getur horft á hana aftur og aftur, og uppgötvað eitthvað nýtt í hugmyndum myndarinnar í hvert sinn. Þetta er ekki svo mikið kvikmynd í hinum klassíska skilningi orðsins, heldur frekar sjálfstætt listaverk sem neitar að falla í einhvern ákveðinn flokk. Hún er hins vegar yfirburða snilld, og ein af þeim myndum sem maður er viss um að maður muni aldrei gleyma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2009

Áramóta-Tían!

Þrátt fyrir að ég hafi skrifað topplista fyrir cirka mánuði síðan yfir bestu myndir áratugarins sem nú er að baki þá finnst mér erfitt að réttlæta það að telja upp einungis 25 titla og fjalla bara um 10. Notendur...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn