Nýtt hjá John Grisham

Lögfræðingurinn og leiðindapúkinn John Grisham, en eftir bókum hans hafa myndir eins og The Firm , The Pelican Brief og The Client verið gerðar, er með tvær myndir í undirbúningi sem hann er að skrifa handritið að og hvorug skartar heiðarlegum lögfræðingi í aðalhlutverki. Heitir önnur þeirra Mickey, og fjallar um hafnaboltakastara í Litlu-Deildinni (Little League) en uppkemst að hann er of gamall til að spila í deildinni. Hin heitir Skipping Christmas og verður jólamynd árið 2002. Báðar þessar myndir verða framleiddar af Grisham og vini hans, leikstjóranum Hugh Wilson ( Blast from the Past ) . Einnig er verið að kvikmynda bækur eftir Grisham, bæði The Runaway Jury, og The Painter´s House.