HBO Max á Íslandi byrjar nýja árið með þungavigtarfrumsýningum en kveður árið 2025 með fjölbreyttu efni og stórum sérviðburðum í desember. Á meðal helstu nýmæla eru ný HBO-þáttaröð úr Game of Thrones-heiminum, A Knight of the Seven Kingdoms, áframhald af sjúkrahúsadramaseríunni The Pitt og ný þáttaröð af Industry.
HBO Max er innifalið í áskrift að Sjónvarpi Símans Premium. Notendur þurfa aðeins að stofna aðgang í gegnum Símann og sækja HBO Max appið.
Together for a Better Day – tónleikar í beinni
Bein útsending 3. desember
Þann 3. desember verður sérstakur tónlistarviðburður sendur í beinni á HBO Max á Íslandi. Viðburðurinn heitir Together for a Better Day og fer fram í Avicii Arena í Stokkhólmi. Tónleikarnir eru tileinkaðir geðheilbrigði ungs fólks og arfleifð Tim „Avicii“ Bergling.
Meðal flytjenda eru Nile Rodgers, Aloe Blacc, Wiz The MC, Sigrid, Seinabo Sey, Molly Hammar og Sarah Klang ásamt fjölda annarra.
Tónleikarnir eru skipulagðir af Tim Bergling Foundation sem vinnur að vitundarvakningu um andlega heilsu ungmenna.
The Pitt – 2. þáttaröð
Frumsýnt í janúar
Hin Emmy-tilnefnda sjúkrahúsasería snýr aftur með nýjum þáttum í janúar.
The Pitt veitir hráa og raunsæja sýn í daglegt líf heilbrigðisstarfsfólks á bráðamóttöku í Pittsburgh.
Í aðalhlutverkum eru:
Noah Wyle, Katherine LaNasa, Fiona Dourif, Isa Briones og fleiri.
Industry – 4. þáttaröð
12. janúar
Í fjármálaseríunni Industry heldur sagan áfram þar sem Harper og Yasmin dragast inn í alþjóðlega valdabaráttu í heimi fjármála og tækni.
Ný persóna bætist við:
Kit Harington leikur áhrifamikinn tæknifyrirtækjastjóra sem kemur inn í líf þeirra á viðkvæmum tímapunkti.
Serían fjallar um völd, peninga, metnað og siðferðileg mörk í heimi þar sem allt snýst um stöðu og áhrif.
A Knight of the Seven Kingdoms
Frumsýnt 19. janúar
Í nýju HBO seríunni A Knight of the Seven Kingdoms fylgjumst við með tveimur ólíklegum hetjum, Ser Duncan the Tall og Egg, í Westeros um 100 árum fyrir atburði Game of Thrones.
Sagan gerist á tímum þegar Targaryen-ættin situr enn við völd í konungsríkinu og minning síðasta drekans er enn lifandi meðal fólks. Óhætt er að fullyrða að aðdáendur Game of Thrones fái eitthvað fyrir sinn snúð á næsta ári þegar þessar stórseríur líta dagsins ljós.
Annað nýtt efni í desember
1. desember
Athletes to Watch: Winter Olympics 2026
Booba, 5. þáttaröð
2. desember
Evil Lives Here, 18. þáttaröð
5. desember
The Nightclub: Stories from Turkish Nightlife, 1–3. þáttaröð
9. desember
Mystery at Blind Frog Ranch, 5. þáttaröð
12. desember
Jasmine
13. desember
Help! My House is Haunted, 6. þáttaröð
21. desember
Expedition Unknown, 15. þáttaröð
22. desember
Wheeler Dealers: World Tour, 2. þáttaröð
26. desember
90 Day Fiancé: Before the 90 Days, 8. þáttaröð
Feride vs. the World
Heaven
Kvikmyndir og heimildarmyndir í desember
4. desember
Only On Earth – heimildamynd
6. desember
The Louvre Heist: Minute by Minute – heimildarmynd
12. desember
Stolen Children – heimildamynd
14. desember
Cycling Africa: The Rise of African Pro Cycling – heimildarmynd
15. desember
Barbie (2023) – kvikmynd
17. desember
The Secrets We Bury
31. desember
Justice League: Crisis on Infinite Earths – Part One
Justice League: Crisis on Infinite Earths – Part Two
Justice League: Crisis on Infinite Earths – Part Three
Desember og janúar á HBO Max
Desember og janúar bjóða upp á fjölbreytt úrval af seríum, tónlist, heimildarmyndum og kvikmyndum. Frábær tími til að slaka á og njóta góðs efnis á dimmum vetrarkvöldum.









