Nýr Trölli – Benedict Cumberbatch!

Benedict Cumberbatch ætlar að feta í fótspor Stefáns Karls Stefánssonar síðar á þessu ári, en hann hefur verið ráðinn til að tala fyrir jólaóvættinn Trölla í nýrri teiknaðri endurgerð á How The Grinch Stole Christmas eftir Dr. Seauss.

cumber

Eins og flestir ættu að vita hefur Stefán Karl leikið þessa persónu á sviði undanfarin ár í Bandaríkjunum, við góðar undirtektir.

Myndin segir söguna af því þegar Trölli ætlar að eyðileggja jólin fyrir íbúum nágrannabæjar hans Whoville.

Myndin verður frumsýnd 17. nóvember 2017.

Leikstjóri er Peter Candeland.

Cumberbatch er alvanur raddleikari, en skemmst er að minnast þess þegar hann talaði fyrir drekann Smaug í Hobbit þríleiknum. 

Þá lék hann Agent Classified í Penguins of Madagascar.  Jafnframt fáum við að heyra rödd hans sem Shere Khan í nýrri Jungle Book mynd sem Andy Serkis leikstýrir og frumsýnd verður árið 2018.

Cumberbatch er væntanlegur á hvíta tjaldið síðar á árinu sem Dr. Strange, og er nú við tökur á nýrri BBC seríu af Sherlock Holmes.