Lionsgate kvikmyndafyrirtækið frumsýndi kitlu, eða Teaser, fyrir framtíðartryllinn The Hunger Games, á Vídeóverðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar um helgina. Teaserinn er núna kominn inn á síðu myndarinnar hér á kvikmyndir.is, og nóg að smella hér til að horfa.
Myndin sem verður frumsýnd þann 23. mars á næsta ári gerist í nálægri framtíð. Norður Ameríka hefur hrunið vegna þurrka, eldsvoða, hungursneiðar og stríðsátaka. Landið Panem er komið í stað Bandaríkjanna, en það skiptist í höfuðborg og 12 svæði. Á hverju ári eru tveir fulltrúar frá hverju svæði valdir í lottó útdrætti til að keppa í The Hunger Games, eða Hungur leikunum. Keppnin er að hluta til skemmtun en að hluta til til að vekja, með grimmilegum hætti, ótta meðal íbúa á svæðunum 12.
Keppninni er sjónvarpað um allt Panem. Þátttakendurnir 24 eru þvingaðir til að útrýma keppinautum sínum fyrir fullt og allt, á meðan samborgarar þeirra horfa á í beinni útsendingu.
Þegar hin 16 ára gamla yngri systir Katniss, Prim, er valin til að keppa á leikunum, þá býður Katniss sig fram í hennar stað.
Hún, og félagi hennar Peeta, þurfa að keppa við mun sterkari keppendur sem eru búnir að æfa fyrir leikana allt sitt líf.