Fyrir nokkrum dögum vorum við á Kvikmyndir.is með getgátur um að nýr The Dark Knight trailer kæmi á sunnudaginn. Þetta virðist hafa ræst, því í dag er sunnudagur og nýr trailer er kominn. Við erum að tala um tvær og hálfa mínútu af hreinum guðdómleika. Hann kom fyrst á HappyTrails síðunni en auðvitað er líka hægt að horfa á hann í videospilaranum okkar hérna.
Trailerinn er í bestu mögulegu myndgæðum, og því hvetjum við ykkur til þess að horfa á hann í full screen.
Ég verð að segja að Heath Ledger
virkar ekki jafn ,,truflaður“ í þessum trailer og í þeim fyrsta (því
miður verð ég að segja). Það verður spennandi að sjá hvort hann eigi
eftir að fúnkera vel sem Jókerinn.
Myndin kemur á klakann 25 júlí.

