Nýjasta afurð Guy Ritchie

Nýtt plakat fyrir myndina The Man From U.N.C.L.E. var gert opinbert í dag. Myndin er nýjasta afurð breska leikstjórans Guy Ritchie, sem er þekktur fyrir að hafa gert myndirnar Snatch og RocknRolla.

Myndin er kvikmyndagerð af njósnaseríu í sjónvarpi frá sjöunda áratug síðustu aldar. Aðrir leikarar eru m.a. þau Henry Cavill, sem lék nú síðast Superman í Man of Steel, Armie Hammer, sem lék Lone Ranger, og Alicia Vikander. Ekki má gleyma Hugh Grant sem fer með hlutverk yfirmann leyniþjónustu breska sjóhersins.

Sagan gerist á fyrri hluta sjöunda áratugs síðustu aldar þegar bandaríski leyniþjónustumaðurinn Napoleon Solo og KGB maðurinn Ilya Kuryakin vinna saman að því að finna dularfull glæpasamtök sem vinna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum.

The Man From U.N.C.L.E. verður frumsýnd þann 14. ágúst næstkomandi. Hér að neðan má sjá nýjasta plakatið fyrir myndina.

hiV4dZX