Warner Bros. kvikmyndafyrirtækið heldur áfram ða sækja sér efnivið í ofurhetjuheim DC Comics teiknimyndafyrirtækisins. Kvikmyndirnar um Batman eru vel þekktar, en næst á dagskrá hjá fyrirtækinu eru sjónvarpsþættirnir Gotham, en eins og flestir ættu að vita er það borgin þar sem Batman býr og starfar.
Þættirnir eiga að fjalla um sögu lögreglumannsins James Gordon sem Gary Oldman lék í Batman þríleik Christopher Nolan, og þorparana sem hafa sett svip sinn á borgina.
Í Gotham er Gordon enn rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglu Gotham borgar, en hefur enn ekki hitt Batman, sem mun ekki koma við sögu í þáttunum.
Gordon var kynntur fyrst til sögunnar í teiknimyndasögunum árið 1939 í fyrsta Batman teiknimyndasögublaðinu. Höfundar Gordons eru Bill Finger og Bob Kane.
Áður hafa verið gerðir sjónvarpsþættirnir Smallville sem tengdust Superman sögum DC comics, en þetta eru fyrstu sjónvarpsþættirnir sem tengjast Batman.
Þættirnir verða sýndir á Fox sjónvarpsstöðinni.