Nýi Star Wars skemmtigarðurinn – fyrsta mynd!

Walt Disney fyrirtækið sendi í dag frá sér fyrstu myndina af nýja Star Wars skemmtigarðinum, sem byrjað er að byggja í Disneylandi í Kaliforníu.

Garðurinn verður 14 hektarar að stærð og verður stærsta viðbótin við Disneyland í 60 ára sögu garðsins. Vinna við garðinn hófst í apríl sl. Ekki er kominn staðfestur opnunardagur.

Myndin er hér fyrir neðan – smelltu til að sjá hana stærri:

garður

Í tilkynningu frá Disney segir: „Á milli rismikilla kletta, má finna kunnuglegar byggingar, markaði, lendingarstaði og fleira. Líttu nánar og og þú gætir séð hvað þú átt í vændum – eins og Millenium Falcon [geimskipið] sem gægist fram, en gestir munu fá tækifæri til að ferðast í þessu hraðasta skrapatóli í stjörnukerfinu.“

Í ágúst sagði forstjóri Disney: „Þessi nýi garður í Disneylandi og í Walt Disney World, mun fara með gesti á alveg nýja Star Wars plánetu.“