Ný stikla úr Sin City: A Dame to Kill For

sincityÞað eru komin níu ár síðan fyrsta myndin um Syndaborgina kom í kvikmyndahús en sú mynd sló heldur betur í gegn og því hafa ansi margir beðið spenntir eftir margumtöluðu framhaldi.

Nú þykir nokkuð ljóst að aðdáendur fyrri myndarinnar geti farið að telja niður fram að frumsýningu næstu kvikmyndar, Sin City: A Dame to Kill For, sem verður frumsýnd þann 22. ágúst.

Ný stikla úr myndinni var sýnd á Comic-Con ráðstefnunni um helgina. Myndin er líkt og sú fyrri byggð á teiknimyndasögu eftir Frank Miller og leikstýrð af Robert Rodriguez. Um er að ræða lengstu stikluna úr myndinni hingað til og koma allar aðalpersónurnar fram.

Með aðalhlutverki í myndinni fara m.a. Josh Brolin, Jessica Alba, Mickey Rourke, Rosario Dawson, Joseph Gordon-Lewitt og Bruce Willis.

Hér að neðan má sjá nýjustu stikluna úr myndinni.