Black Gold er mynd sem var ekki á radarnum hjá mér þangað til núna – en er mjög forvitnileg. Myndin er eftir Jean-Jacques Annaud, leikstjóra In the Name of the Rose og Seven Years in Tibet. Í aðalhlutverkum eru Antonio Banderas, Mark Strong, Freida Pinto og Tahar Rahim, og leikur þessi fjölþjóðlegi hópur Araba – og tekst bara nokkuð vel að selja það í sýnishorninu. Myndin gerist í Arabísku furstadæmunum í kring um árið 1930 þegar olíuæði er að fara þar í gang, og hefur verið lýst sem Lawrence of Arabia mætir There Will Be Blood. Myndin kemur út 23. nóvember í Frakklandi. Ekki er komin dagsetning fyrir myndina á Íslandi. Stiklan er hér: