Ný mynd úr Everest

Ný mynd úr kvikmynd Baltasar Kormáks, Everest, hefur verið opinberuð af kvikmyndafyrirtækinu Universal Pictures. Á myndinni má sjá fúlskeggjaðann Jake Gyllenhaal í fararbroddi.

Everest er byggð á sannsögulegum atburði, þegar átta fjallgöngumenn fórust í aftakaveðri á hæsta fjalli jarðar, Everest, 11. maí árið 1996 en það er mannskæðasta slys sem orðið hefur á fjallinu.

everest

Með aðalhlutverk í myndinni fara Jake Gyllenhaal, Josh Brolin, John Hawkes og Jason Clarke. Íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk rússnenska fjallgöngumannsins, Anatoli Boukreev.

Kvikmyndin var tekin upp í Nepal, Ítölsku ölpunum og myndverum í Róm og á Englandi.

Everest verður frumsýnd þann 27. febrúar, 2015.