Ný mynd með Johnny Depp

John Dahl ( Joy Ride ) er að fara að leikstýra Johnny Depp í kvikmyndinni The Great Raid, sem framleidd verður af Miramax. Myndin gerist í síðari heimsstyrjöldinni þar sem flokkur bandarískra hermanna er sendur til Filippseyja til þess að frelsa bandaríska stríðsfanga úr japönskum fangabúðum. Handritið var skrifað af Doug Miro og Carlo Bernard.