Dwayne Johnson hefur sett nýja „bakvið tjöldin“ ljósmynd á Twitter síðu sína af tökustað Hercules, en um myndina segir Johnson:
A 300 BC Demigod. A director @BrettRatner hungry to deliver an epic story. Excited to bring you #HERCULESMovie
Eða í lauslegri íslenskri þýðingu: Hálfguð frá því 300 fyrir Krist. Leikstjóri @BrettRatner hungraður í að skila af sér sögulegri mynd. Spenntur að færa ykkur #HERCULESMovie.
Hercules er byggð á teiknimyndasögunni Hercules: The Thracian Wars, og er endurskoðun frægrar sögu þar sem hið yfirnáttúrulega er látið liggja á milli hluta.
Handritið er eftir Ryan Condal og Evan Spiliotopoulos.
Söguþráðurinn er eftirfarandi: Allir þekkja goðsögnina um Hercules og hin 12 nær óyfirstíganlega erfiðu verkefni sem hann þurfti að leysa af hendi. Sagan í myndinni hefst eftir að verkefnunum er lokið og eftir goðsöguna …
Syndir fortíðar ásækja Hercules ( Hera gerði hann geðveikan, og hann drap svo konu sína og börn ). Hercules er orðinn málaliði. Ásamt fimm tryggum samferðamönnum þá ferðast hann til Grikklands til forna og selur þar þjónustu sína í skiptum fyrir gull og notar frægð sína og orðspor til að draga kjarkinn úr óvinum sínum. En þegar hinn góðviljaði konungur Þrakíu ( Thrace ) og dóttir hans leita aðstoðar hjá Hercules til að hjálpa sér að sigra illan stríðsherra, þá uppgötvar Hercules að til að réttlætið geti sigrað, þá verður hann aftur að verða sá sem hann var, hann þarf að verða aftur goðsögnin sem hann var og verða Hercules á ný.
Myndin kemur í bíó 25. júlí næsta sumar.