Óskarsverðlaunaleikkonan Alicia Vikander hefur verið ráðin til að leika aðalhlutverkið í tölvuleikjamyndinni Tomb Raider.
Leikstjóri verður Roar Uthaug, leikstjóri The Wave, sem verður frumsýnd hér á landi 6. maí nk.
Myndin mun segja sögu Croft á yngri árum, í sínu fyrsta ævintýri.
Flestir ættu að muna eftir Angelinu Jolie í fyrri tveimur Tom Raider myndunum, Lara Croft: Tomb Raider frá árinu 2001 og Lara Croft: Tomb Raider: The Cradle of Life, frá árinu 2003.
Eins og það er orðað í The Hollywood Reporter vonast Vikander, sem vann Óskarinn fyrir leik sinn í The Danish Girl, til að Tomb Raider geri það sama fyrir sig myndirnar gerðu fyrir Jolie, að myndin verði að seríu sem lyfti ferli hennar á ofurstjörnustall.
Aðrar myndir sem Vikander hefur leikið í nýlega eru Ex Machina, Burnt og The Man From U.N.C.L.E. Síðar á þessu ári þá má sjá hana í The Light Between Oceans og njósnatryllinum Jason Bourne.