Ný átta stjörnu gagnrýni um Thor

Tómas Valgeirsson aðalgagnrýnandi kvikmyndir.is er búinn að setja umfjöllun um fyrstu stórmynd sumarsins, Thor, inn á vefinn. Tómas er hrifinn af myndinni og gefur henni 8 stjörnur af 10 í einkunn. „Thor er kannski ekki hágæðamynd en hún er skemmtun á hæsta stigi, og uppfyllir þ.a.l. helstu kröfur sem ég geri til stórmynda á sumartíma,“ segir Tómas í gagnrýni sinni.
Þá hrífst Tómas af leikstjórninni og telur að Kenneth Branagh hafi leist verkið vel af hendi: „Branagh veit hvað hann vill og hann nær markmiðum sínum með algerum stæl. Ég er einmitt hissa yfir hversu hraða og vel flæðandi mynd við fáum frá manninum sem gaf okkur m.a. fjögurra klukkutíma löngu kvikmyndaútgáfuna af Hamlet.“
Tómas segir ennfremur að myndin sé sú besta frá Marvel sem hann hafi séð í langan tíma: „Thor er fyrir minn smekk besta Marvel-myndin sem ég hef séð í þónokkur ár núna og jafnframt sú óvæntasta.“
Ýtið hér til að lesa gagnrýnina í heild sinni.

Stikk: