Notar tungumál gegn geimverum – Fyrsta kitla úr Arrival

Tungumálið er fyrsta vopnið sem notað er í stríði, segir Amy Adams í hlutverki tungumálasérfræðingsins Louise Banks í fyrstu kitlu fyrir geimverudramað Arrival eftir Sicario leikstjórann Denis Villeneuve. Aðrir helstu leikarar eru Jeremy Renner og Forest Whitaker.

Myndin verður heimsfrumsýnd í keppnisflokki á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í september. Stikla í fullri lengd er væntanleg í næstu viku.

amy adams

Þegar dularfull geimskip lenda hér og hvar um Jörðina, þá er sérsveit undir stjórn tungumálasnillingsins Louise Banks, sett saman til að rannsaka málið og til að ná sambandi við geimverurnar. Mannkynið rambar á barmi allsherjarstyrjaldar, og Banks og hennar teymi þurfa að vinna hratt til að finna svör – og það gæti þýtt að taka þurfi lífshættulega áhættu fyrir bæði hana, og mannkynið allt.

Amy leikur Louise Banks, eins og fyrr sagði, Renner leikur eðlisfræðinginn Ian Donnelly og Whiteker er hershöfðingi sem fer með þeim á fund geimveranna.

Í kitlunni hér fyrir neðan, er hægt að sjá geimskipin, og sömuleiðis fær maður innsýn í aðferðir Banks, og sýn hennar á mikilvægi samskipta, þegar stríðshættan vofir yfir.

Frumsýna á Arrival í almennum sýningum 11. nóvember nk. en vonir eru bundnar við að myndin komi sterk inn í komandi verðlaunatímabil í Hollywood ( Óskarsverðlaun, Golden Globe osfrv.)