Nostalgíuspark með skemmtilegum breytingum

Max Payne serían er ein af uppáhalds seríunum mínum. Hún hefur mikið hjarta, slatta af hasar og hefur án efa eina af skemmtilegustu skotstýringum allra tíma. Hún kynnti fyrir okkur bullet-time, en þar hægðist allt í kringum mann og það gaf manni tíma til að anda og auðvelda sér verkefnin. Leikirnir voru einfaldlega frábærir og það var lokað hæfilega mikið fyrir söguna. Því var það, að þegar maður frétti að von væri á glænýjum leik í seríunni hafði maður smá áhyggjur, sérstaklega þar sem að Rockstar fengu Remedy ekki með sér til að gera nýja leikinn. Rockstar hafa núna breytt Noir fílinginum sem var einfaldlega merki seríanna.

Núna eru þó nokkur ár liðin síðan að við sáum Max seinast. Hann hefur elst talsvert, hann er byrjaður að drekkja sorgum sínum, sem kemur engum á óvart miðað við sögu fyrri leikja. Sagan gerist átta árum eftir seinasta leik, núna er hann hættur í lögreglunni og orðinn lífvörður í San Paulo. Sagan er ekki jafn dimm og í fyrri leikjum en hún heldur þér samt föstum við skjáinn. Hún er virkilega hröð og mætti best lýsa sögunni sem einhverju sem kemur úr rosalega góðri Jason Statham-mynd – þar sem plottið kemur sér beint að efninu og nýtt sem stökkpallur fyrir brjálæðislega gott ofbeldi.

Aldrei gera Max reiðann!

Stýringin er nákvæmlega eins og í fyrri leikjum, bara búið að fínpússa hana. Bullet time er raunverulegra en áður og svo er búið að bæta inn svona hálf gerðu “last stand” þar sem að þú getur skotið aðilann sem á að hafa drepið þig, til að gefa þér aukatækifæri til að halda áfram. Gæðin í Max Payne eru einfaldlega frábær, útlitið á leiknum er virkilega flott þú sérð allar kúlurnar þeytast úr byssunnum og hylkin eru skilin eftir á gólfinu.

Svo verður maður að hrósa Rockstar fyrir að hafa náð að framkvæma hlut sem að maður sér einum of sjaldan í leikjum, en það er að skiptingin á milli spilunar og myndskeiða er fullkomin. Þú finnur aldrei fyrir þessum skiptingum. Leikurinn verðlaunar þér skemmtilega, með því að finna vísbendingar sem hjálpa þér að skilja söguna talsvert betur ef þú bara eyðir aðeins meiri tíma í að skoða borðin. Þú getur líka fundið búta til að gera byssurnar þínar úr gulli. Þetta eru allt hlutir sem bæta endurspilun leiksins. Það er einnig búið að bæta netspilun í leikinn sem hljómar virkilega heimskulega en eins og með allt þá gera Rockstar ekkert með hálfum huga og þeim tókst að lenda virkilega góðri netspilun. Hún er með lítið af nýjum hlutum enda kaupir þú ekki þennan leik útaf netspilun. Hún mun hins vegar lengja endingu leiksins þar sem að spilunin getur orðið virkilega skemmtileg, sérstaklega þegar að það verður mikill hiti í leiknum.

er ég sá eini sem get séð fyrir mér Willis eða Stattham þarna ?

Allt í allt er þetta frábær endurkoma hjá einum harðasta tölvuleikjakarakter allra tíma! Max er kominn aftur harðari en nokkur tímann áður sagan er hraðari. Breytingarnar sem hafa verið gerðar eru frábærar maður er fljótur að venjast þeim. Leikurinn er jafnvel erfiður sem er einum of sjaldgæft á nútíma markaði.

Þetta vekur hinsvegar spurninguna er Rockstar með betri leikjafyrirtækjum á markaðinum? Ef leikur er gerður frá Rockstar þá lítur út fyrir að það sé öruggt að segja að hann verði frábær.


(8/10)