Lúxuslíf og byssur í GTA 5 – Ný stikla

Ný stikla er komin fyrir tölvuleikinn Grand Theft Auto V frá fyrirtækinu Rockstar. Í stiklunni er margt skemmtilegt að sjá, hraðskreiða bíla, þyrlur, byssubardaga, lúxuslíf, þrjár aðalhetjur og auðvitað skefjalaust ofbeldi.

Michael, Trevor og Franklin eru persónurnar sem hægt er að leika í leiknum, og hver þeirra er með ólíka eiginleika, sem nýtast í margskonar rán.

Sögusvið leiksins er Los Santos, sem er skálduð borg byggð á borginni Los Angeles í Bandaríkjunum. „Mappið“ í leiknum er fimm sinnum stærra er í leiknum vinsæla Red Dead Redemption frá sama fyrirtæki, þannig að það verður engin smásmíði!

Leikurinn kemur á markaðinn næsta vor, 2013.

Skoðið stikluna hér fyrir neðan: