Leikarinn Nicholas Cage er nú í samningaviðræðum um að leika í kvikmyndinni Ghost Rider. Fjallar hún um mótorhjólatöffarann og áhættuleikarann Johnny Blaze sem gerir samning við ill öfl til þess að bjarga lífi kærustu sinnar. Þegar samningurinn fer út um þúfur breytist hann í logandi veru sem flakkar um og hefnir sín á illmennum. Verði myndin að veruleika verður henni leikstýrt af Steve Norrington ( Blade ) og mun kosta um 75 milljónir dollara, sem yrði þá dýrasta mynd sem Dimension Films hefur gert. Handritið er þegar tilbúið, en það var skrifað af David Goyer sem skrifaði einnig handritið að Blade.

